Fjármálaeftirlitið hefur veitt Kreditkorti hf. starfsleyfi sem lánafyrirtæki og tekur leyfið m.a. til móttöku endurgreiðanlegra fjármuna frá almenningi í formi skuldaviðurkenning og útgáfu og umsýslu greiðslukorta.

Glitnir eignaðist árið 2006 meirihluta í Kreditkorti hf.með kaupum á nær öllum hlut KB banka í félaginu. Eftir kaupin átti Glitnir 51% í Kreditkorti hf. en KB banki 0,05%. Í fyrra var ákveðið aðgreina útgáfu korta félagsins frá annarri starfsemi með því að skipta rekstrinum í tvö félög, Borgun hf. og Kreditkort hf., sem mun hafa með höndum útgáfu greiðslukorta til einstaklinga og fyrirtækja.