Þegar ferðast er erlendis borgar sig að greiða með kreditkorti í verslun frekar en að greiða með debetkorti. Ef taka á út seðla í hraðbanka er hagstæðara að nota debetkortið. Hagkvæmast er þó að kaupa gjaldeyri og taka með sér ef þörf er á að nota seðla við greiðslu erlendis. Með því er hægt að komast hjá því að greiða úttektargjald í hraðbanka. Þetta kemur fram í frétt MP banka.

© Getty Images (Getty)
Í fréttinni er bent á að kostnaður við að taka úr seðla með debetkorti MP banka er 2% en 2,75% sé kreditkort notað, þó aldrei lægri kostnaður en 650 krónur. Þá er kostnaður við hverja færslu í verslun (í gegnum Posa) þegar debetkort MP banka er notað 1% á meðan engin kostnaður leggst á við notkun kreditkorta MP banka.