Kreditkortavelta heimila var 13,0% meiri í janúar – maí 2008 en á sama tíma í fyrra. Debetkortavelta jókst um 0,9% á sama tíma.

Þetta kemur fram í hagvísi Hagstofu Íslands.

Samtals jókst innlend greiðslukortavelta heimila í janúar – maí 2008 um 7,1%. Kreditkortavelta Íslendinga erlendis jókst um 18,6% en erlend greiðslukortavelta hérlendis dróst saman um 5,3% í janúar – maí 2008 miðað við sömu mánuði 2007.

Á sama tíma hækkaði vísitala neysluverðs án húsnæðis um 6,9% (miðað við meðaltal hennar í janúar – maí) sem veldur 0,2% raunhækkun á innlendri greiðslukortaveltu.