Kreditkortavelta í desember var 21,1 milljarður og jókst um 24% frá í desember í fyrra, segir greiningardeild Glitnis, sem segir það jafngilda 16% raunaukningu.

?Það bendir því allt til þess að litlu hafi verið til sparað um síðustu jól. Reyndar kemur stór hluti jólaverslunarinnar ekki fram fyrr en í janúarreikningum kreditkorthafa vegna greiðslutímabila kortanna. Hátíðarneyslan verður því ekki að fullu ljós fyrr en við birtingu talna um janúarreikninga,? segir greiningardeildin.

Hún segir að aukningin milli ára miðað við desember endurspeglar allt árið því aukningin milli ára var einnig 24% sem er rúmlega 16% raunaukning.

?Milli ára jókst erlend greiðslukortavelta meira eða um 29,4% samanborið við rúmlega 23% aukningu innanlands. Gengi krónunnar veiktist um rúmlega 10% milli ára og því er erlend greiðslukortanotkun enn meiri á föstu gengi eða rúmlega 44%.

Veiking krónunnar virðist því ekki hafa verið nægileg til að slá á erlenda neyslu landans. Engu að síður má búast við að eitthvað dragi úr vexti kreditkortaveltu erlendis á þessu ári samtímis og það dregur úr hagvexti á árinu og um hægist í hagkerfinu. Lítilsháttar samdráttur er á milla ára í debetkortanotkun,? segir greiningardeildin.