Heildarvelta kreditkorta í júlímánuði var 27,2 milljarðar króna samanborið við 23,6 milljarða króna á sama tíma í fyrra og er þetta 3,6 milljarða króna aukning milli ára.

Þetta kemur fram í Hagtölum Seðlabankans.

Heildarvelta kreditkorta dróst hins vegar saman um 0,5 milljarða króna í júlí miðað við mánuðinn á undan.

Debetkortavelta var í júlí 34,4 milljarðar króna og var nánast óbreytt frá fyrri mánuði. Miðað við sama tíma árið áður dróst debetkortavelta í mánuðinum saman um 4,1 milljarða króna.