Kreditkortavelta Íslendinga nam á síðasta ári tæpum 206 milljörðum króna og jókst að raunvirði um 11% milli ára, samkvæmt tölum frá Seðlabanka Íslands.

Innanlands var veltan tæpir 174 milljarðar króna sem jafngildir rúmlega 9% raunaukningu frá fyrra ári.

Tæplega 40% raunaukning var á kreditkortanotkun Íslendinga erlendis milli ára, alls rúmlega 32 miljarðar króna.

Kreditkortavelta í desember nam rúmlega 17,7 milljörðum króna samkvæmt tölum frá Seðlabankanum og jókst um rúm 15% að raunvirði frá sama tíma 2004.