Heildarveltuaukning á Visa kreditkortaviðskiptum í ágúst nam 4,19% ef miðað er við sama tímabil á síðasta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Valitor sem mánaðarlega birtir samanburð á veltutölum milli ára.

Notkun innanlands jókst um 2,71% en erlendis nam veltuaukningin 11,21%. Velta í áfengisverslunum dróst saman um 10,22% á milli ára og þá dróst velta á bensínstöðvum einnig saman, eða um 15,54%. Aftur á móti jókst velta í matvöru- og stórverslunum um 2,61%.