Heildarveltuaukning á Visa kreditkortaviðskiptum nam 2,69% í maímánuði miðað við sama tímabil á síðasta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Valitor, sem mánaðarlega birtir samanburð á veltutölum íslenskra Visa kreditkorta milli ára.

Notkun innanlands í mánuðinum jókst um 1,12% en erlendis var veltuaukningin hins vegar 9,75%. Velta í matvöru- og stórverslunum jókst um 3,79% milli ára. Hins vegar dróst veltan á bensínstöðvum og eldsneyti saman um 10,86% frá síðasta ári.