Valitor birtir mánaðarlega samanburð á veltutölum á milli ára sem sýna breytingar á tilteknu tímabili á notkun íslenskra Visa kreditkorta.

Í nýjasta samanburði fyrirtækisins kemur fram að í júní varð heildarveltuaukning á Visa kreditkortaviðskiptum um 6,48% ef miðað er við sama tímabil í fyrra. Notkun innanlands jókst um 5,29% í fyrra en erlendis var veltuaukningin 11,89%.

Veltan tengd bensínstöðvum og eldsneyti minnkaði um 7,47% en veltan í áfengisverslunum jókst um 2%.

Ef miðað er við samanburðinn á maí 2015 og maí 2014 jókst kreditkortavelta umtalsvert meira á milli júnímánaða, en aukningin á milli maímánaða 2,69%.