Í júlí varð heildarveltuaukning á Visa kreditkortaviðskiptum um 6,67% ef miðað er við sama tímabil í fyrra. Notkun innanlands jókst um  4,7% en erlendis var veltuaukningin 16,9%. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Valitor.

Veltan er tekin saman af Valitor og byggist á tölum úr kerfum fyrirtækisins. Samkvæmt þeim jókst velta í áfengisverslunum mest eða um 13,54% milli ára. Hins vegar dróst veltan saman á bensínstöðvum sem nemur 8,68%.

Þá nam veltuaukning í matvöru- og stórverslunum um 5,26% milli ára. Séu matvara og bensín tekin saman í einn lið jókst veltan þar um 1,2% frá júlí í fyrra.