Heildarveltuaukning á Visa kreditkortaviðskiptum jókst um 4,08% í apríl miðað við sama tímabil í fyrra, en þetta kemur fram í tilkynningu frá Valitor.

Þar segir að notkun íslenskra Visa kreditkorta hafi aukist um 1,55% innanlands, en erlendis var veltuaukningin hins vegar 16,38%.

Veltan jókst um 2,13% í áfengisverslunum. Hún dróst hins vegar saman um 9,77% á bensínstöðvum og um 2,49% í matvöru- og stórverslunum.