Heildarvelta kreditkorta í októbermánuði var 24,4 milljarðar króna en var á sama tíma í fyrra 24 milljarðar króna.

Heildarvelta kreditkorta lækkaði um 3,1 milljarð króna frá fyrra mánuði.

Þetta kemur fram í Hagtölum Seðlabankans.

Debetkortavelta var í október 42,9 milljarðar króna og jókst um 9,2 milljarða króna milli mánaða.

Miðað við sama tíma árið áður jókst debetkortavelta um 4,5 milljarða króna í mánuðinum.

Í Hagtölum Selabankans er sérstaklega bent á að aukning á veltu debetkorta skýrist aðallega af hækkun á veltu debetkorta hjá gjaldkerum í bönkum.