Kreditkortavelta heimilanna í landinu var 22,4% ári meiri frá janúar til júlí en á sama tímabili árið 2005. Þetta kemur fram í nýjustu útgáfu Hagtíðinda Hagstofunnar. Þá jókst debetkortavelta um 9% frá janúar til júlí 2006. Aukning debetkortaveltunnar síðustu tólf mánuði nemur 12,4%. Í heildina litið jókst innlend greiðslukortavelta heimila síðustu tólf mánuði um 15,6%. Kreditkortavelta Íslendinga erlendis jókst um 35,1% á sama tímabili og erlend greiðslukortavelta hérlendis jókst um 18,6% samanborið við sama tímabil fyrir ári síðan.

Einnig kemur fram í fram í Hagtíðindum að nýskráning bíla fyrir fyrstu sex mánuði ársins dróst saman um 0,7% frá því á sama tímabili árið á undan en nýskráningar voru voru 16.277 talsins en tólf mánaða aukning 13,5%. Á tímabilinu apríl-júlí var 18,4% samdráttur í nýskráningum bíla miðað við sömu mánuði 2005.