Í ágúst varð heildarveltuaukning á Visa kreditkortaviðskiptum um 1,4% ef miðað er við sama tímabil í fyrra. Notkun innanlands jókst um 0,5% en erlendis var veltuaukningin 6,0%. Þegar litið er til undirliða var mest aukning í áfengisverslunum en þar jókst veltan um 2,8% á milli ára. Velta í matvöru- og stórvöruverslunum minnkaði um 6,5% á sama tíma. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Valitor.

Breytingarnar á veltu eru ekki jafn miklar á milli ágúst á þessu ári og í fyrra miðað við júlí mánuð í ár og í fyrra. Í júlí jókst heildarvelta um 11,6% á milli ára. Þá var aukningin frekar innalands þar sem veltan jókst um 12,2%.