Wikileaks og DataCell krefja kortafyrirtækið Valitor um næstum níu milljarða króna í skaðabætur fyrir að hafa lokað á greiðslur til Wikileaks. Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Valitor, segir í samtali við RÚV kröfuna ekki eiga rétt á sér enda hafi Wikileaks ekki orðið fyrir tjóni þegar lokað var fyrir greiðslurnar.

Það er Sunshine Press Productions, rekstrarfélag WikiLeaks og DataCell, sem séð hefur um innheimtur fjárframlaga til Wikileaks, sem fór í mál eftir að Valitor lokaði var á greiðslugátt fyrir framlög til WikiLeaks. Það var óheimilt, samkvæmt dómi Hæstaréttar í apríl.

Samkvæmt umfjöllun RÚV af málinu er auk tapaðra framlaga til Wikileaks krafist um 400 milljóna vegna tapaðrar þóknunar Datacell, 400 milljóna vegna taps á rekstri DataCell og vaxta.