Liv Bergþórsdóttir er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og kláraði það nám 1994. Þegar Liv er spurð hvað hafi þá tekið við segir hún að hún hafi nýtt sér AISEC starfsnám á vegum Háskóla Íslands. Eftir námið fór hún í starfsnám til London á vegum AIESEC og vann hjá Citibank í eitt ár.

„Mér bauðst síðan að verða markaðsstjóri nýstofnaðs félags, sem fékk nafnið Tal. Þá var það mikill skóli að taka þátt í því að stofna nýtt fyrirtæki frá grunni. Hjá Tali varð ég fljótlega framkvæmdastjóri markaðssviðs og síðan sölu- og markaðssviðs. Tal sameinaðist Íslandssíma og úr varð Og Vodafone og ég var framkvæmdastjóri einstaklingssviðs þess félags. Það var virkilega erfitt að leggja niður Tal, fyrirtæki og vörumerki sem við höfðum lagt svo mikið á okkur að byggja upp en það var þá líka þeim mun lærdómsríkara og maður lærir auðvitað mest af erfiðustu verkefnunum,“ segir Liv.

Liv sá alls ekki fyrir sér að hún yrði enn starfandi í farsímageiranum 18 árum síðar.

Ítarlegt viðtal við Liv er í Áhrifakonum, fylgiriti Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .