*

fimmtudagur, 18. júlí 2019
Innlent 30. september 2016 12:02

Krefjast opinberrar og óháðrar rannsóknar

Landssamband veiðifélaga fer fram á að fari fram óháð og opinber rannsókn á því hvers vegna regnbogasilungur hafi sloppið í miklu magni á Vestfjörðum.

Ritstjórn
Dreifing regnbogasilungs í íslenskum ám og fjörðum.
Aðsend mynd

Landssamband veiðifélaga hefur farið fram á það við bæði sjávarútvegsráðherra og umhverfisráðherra að fram fari óháð opinber rannsókn á því hvers vegna og hvernig regnbogasilungur hafi sloppið í miklu magni á Vestfjörðum sem leitt hefur til þess að regnbogasilungur hefur veiðist um allt norðan- og vestanvert land síðustu vikur og mánuði. Þetta kemur fram í tilkynningu.

„Staðfest hefur verið að regnbogasilungur hefur veiðst í ám við Húnaflóa, í ám á Vestfjörðum og allt suður til Faxaflóa, í Vatnsdalsá, Haffjarðará, Hítará á Mýrum auk fleiri vatnasvæða og það í nokkru magni. Engu að síður hefur ekkert fiskeldisfyrirtæki tilkynnt um slysasleppingar úr sjókvíaeldi sínu, sem fyrirtækjunum er þó skylt að gera lögum samkvæmt,“ segir í tilkynningunni.

Þar er einnig krafist að stjórvöld láti fara fram óháða og opinbera rannsókn á málinu þar sem að meðal annars verði skoðað hvort að eftirlit með starfsemi sjókvíaeldisfyrirtækja sé fullnægjandi og standist kröfur. „Ljóst er að um umhverfisslys er að ræða og útbreiðsla regnbogasilungs um allt norðan – og vestanvert land er einungis fyrirboði annars umhverfisslyss sem verði með vaxandi laxeldi í sjókvím.  Slíkt umhverfisslys er óafturkræft og því mikilvægt að tekið sé í taumana strax“ segir að lokum.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is