Lars Løkke Rasmussen, formaður Venstre í Danmörku, háir nú eitt sitt stærsta stríð sem hann hefur háð í pólitíkinni til þessa. Hið minnsta þrír nafngreindir þingmenn í Venstr krefjast afsagnar hann. Á þingflokksfundi í morgun komu þeir athugasemdum sínum á framfæri.

Þingmennirnir telja að hneykslismál sem tengjast Løkke skyggi á pólitíkina sem Venstre stendur fyrir. 47 þingmenn eru í þingflokki Venstre. Løkke hefur verið gagnrýndur harðlega að undanförnu. Meðal annars var hann grunaður um að kaupa föt á kostnað Venstre sem hann nýtti svo fyrir sjálfan sig persónulega.

Meira á DR.dk.