Gísli Freyr Valdórsson, sem ákærður er fyrir brot í starfi sínu gegn þagnarskyldu sem aðstoðarmaður innanríkisráðherra, neitaði sök við þingfestingu málsins í morgun.

Lagði hann jafnframt fram kröfu um frávísun málsins og óskaði eftir að hún yrði tekin fyrir sem fyrst.

Frávísunarkrafan verður tekin fyrir þann 30. september nk.