Saksóknari krafist þess í Hæstaréttí morgun að refsing Landsbankamanna sem dæmdir voru í nóvember 2014 yrði þyngd.

Mennirnir voru dæmdir fyrir að markaðsmisnotkun í viðskiptum með hlutabréf Landsbankans í tengslum við umfangsmikil kaup á bankanum tlpu ári fyrir hrun. Héraðsdómur taldi þó einungis sannað að markaðsmisnotkun hefði átt sér stað síðustu fimm dagana fyrir hrun.

Í málinu var Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, dæmdur í eins árs fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundna. Auk hans voru tveir undirmenn hans sakfelldir, Ívar Guðjónsson og Júlíus Steinar Heiðarsson dæmdir til níu mánaða fangelsi, þar af sex skilorðsbundna. Sindri Sveinsson var sýknaður í málinu.

Saksóknari krafist þess í málflutningsræðu að fjórmenningarnir yrðu sakfelldir fyrir markaðsmisnotkun fyrir alla dagana sem ákæran taki til. Hún benti á að á tímabilinu sem ákært væri fyrir, frá nóvember 2007 til október næsta árs hefði deild eigin viðskipta Landsbankans keypt hlutabréf í bankanum fyrir 56 milljarða króna, eða 20% allra hlutabréfa í bankanum.

Eins og áður sagði var þess krafist að refsing þeirra yrði þyngd og að hún yrði gerð óskilorðsbundin. Einnig var bent á að til greina kæmi að dæma til fangelsis umfram sex ár, en það er hámark refisrammans fyrir umrædd brot. Í því tilfelli yrði nýtt lagaheimild til að þyngja refsingu vegna ítrekaðra brota, en þá má þyngja refsingu um allt að helming.