Umboðsmaður Alþingis barst fyrir skömmu kvörtun frá starfsmönnum Fiskistofu vegna ákvörðunar Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðrráðherra, um að flytja höfuðstöðvar Fiskistofu frá Hafnarfirði til Akureyrar.

Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður hefur nú brugðist við þessari kvörtun og sent ráðherra bréf þar sem hann óskar eftir upplýsingum um á hvaða lagagrundvelli ákvörðun um flutning hafi verið tekin. Óskar hann eftir því að ráðherra sendi sér afrit af gögnum er varða málið.

Óskað er eftir því að ráðherra svari eigi síðar en 10. desember. Hér fyrir neðan er bréfið í heild.

bréf umboðsmanns
bréf umboðsmanns

bréf umboðsmanns
bréf umboðsmanns

bréf umboðsmanns
bréf umboðsmanns