Einkaneysla er talin munu dragast saman í Bandaríkjunum í febrúar samkvæmt sérfræðingum Bloomberg fréttastofunnar. Hækkandi eldneytisverð mun draga úr kaupmætti launa.

Hátt eldneytisverð og versnandi atvinnuástand hefur nú áhrif á væntingar neytenda, sem er talið auka líkur á því að bandaríska hagkerfið sé nú þegar stigið inn í krepputímabil. Vinnumálaráðuneytið mun senda frá sér neysluverðsmælingar þann 13. mars næstkomandi, og talið er að þær niðurstöður verði allt annað en jákvæðar.

Stýrivextir í Bandaríkjunum eru nú 3%, en talið er að þeir verði lækkaðir um allt að 75 punkta á næstu stýriákvarðanafundi. Í spá frá Lehman Brothers segir að stýrivextir verði búnir að lækka um 1.5% í lok þessa árs.