Brasilískur efnahagur hefur nú stigið inn í krepputímabil, en nýjar hagtölur þar í landi sína að 1,9% samdráttur varð í hagkerfinu á öðrum ársfjórðungi. BBC News greinir frá þessu.

Þá endurskoðaði brasilíska hagstofan einnig tölur fyrsta ársfjórðungs, en þá mældist 0,7% samdráttur í hagkerfinu en ekki 0,2% líkt og áður var greint frá.

Um er að ræða sjöunda stærsta efnahagskerfi í heimi, en mikill samdráttur hefur verið í landinu að undanförnu. Háir vextir hafa haldið aftur af einkaneyslu sem hefur dregist mikið saman undanfarna mánuði.