Félögin í ensku úr valsdeildinni standa mörg hver höllum fæti fjárhagslega.

Man. Utd. og Liverpool eru stórskuldug eftir skuldsettar yfirtökur. Minni upphæðir eru í spilunum á leikmannamarkaðnum en vanalega. Það er kreppa í enska boltanum eins og víðast hvar annars staðar.

Félögin í úrvalsdeildinni hafa eytt mun minni peningum í leikmenn í ár en á sama tíma á síðustu fimm árum. Stóru félögin, Liverpool, Chelsea, Manchester United og Arsenal, hafa ekki eytt miklum peningum í leikmenn. Samtals tæplega 20 milljónum punda samkvæmt upplýsingaveitu Sky Sports um leikmannamarkaðinn.

Á árunum 2005 til 2009 höfðu þessi fjögur félög eytt meiru en 100 milljónum punda í leikmenn að meðaltali.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið undir liðnum sport & peningar í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .