Nígería, sem er stærsta hagkerfi Afríku, hefur þurft að kljást við samdrátt um 2,06% milli apríl og júní á þessu ári. Þetta þýðir því að það sé formlega kreppuástand í landinu samkvæmt skilgreiningu.

Helsta skýringin á þessu slæma gengi landsins er lækkun á verði olíu. Olíuútflutningur skilar um 70% af tekjum í ríkissjóð Nígeríu.

Verðið á olíu hefur lækkað frá um 112 dollara á fatið niður í 50 dollara í dag.

Þrátt fyrir það tekur ríkisstjórn Nígeríu að vöxtur í öðrum greinum hafi verið góður. Þetta á sérstaklega við vöxt í landbúnaði og í steinefna markaðnum.

Að mati sérfræðinga BBC í Nígeríu þá hafa aðgerðir ríkisstjórnarinnar, að fella gengi nairu, gjaldmiðils Nígeríumanna, haft gífurlega slæmar afleiðingar. Fyrirtæki gátu ekki fengið erlendan gjaldeyri til að kaupa fyrir innflutning - sem hafði neikvæð áhrif á efnahaginn og bætti gráu ofan á svart.