Landsframleiðsla í Brasilíu dróst saman um 0,6% á öðrum ársfjórðungi og 0,2% á fyrsta ársfjórðungi. Því ríkir kreppa í landinu, en hún er skilgreind þegar samdráttur er tvo ársfjórðunga í röð.

Heimsmeistaramótið í fótbolta sem haldið var í Brasilíu í júní og júlí skilaði ekki miklum efnhagslegum ávinningi. Margir starfsmenn tóku sér frí og ferðamenn versluðu ekki eins mikið og von var á.

Kosningar verða í landinu í október og eru fréttir um kreppu taldar slæmar fyrir framboð sitjandi forsetans Dilma Rousseff. Sérfræðingar hafa í kjölfar fréttanna lækkað hagspá sína fyrir árið.