Eftir að í ljós kom við endurútreikninga á framleiðslutölum fyrir síðasta fjórðung ársins 2007 að hagvöxtur hefði verið enginn, er ljóst að kreppan hefur hreiðrað um sig í Danmörku.  Á fyrsta fjórðungi þessa árs var hagvöxtur í Danmörku jafnframt neikvæður um 0,6%. Hin tæknilega skilgreining á kreppu er neikvæður vöxtur tvo fjórðunga í röð. Greint er frá þessu á epn.dk.

Búist er við neikvæðum hagvexti að minnsta kosti tvo næstu fjórðunga í Danmörku.

Steen Bocian, hagfræðingur hjá Danske Bank, segir í samtali við epn.dk að minnkandi  sala á bifreiðum, samdráttur á fasteignamarkaði og minnkandi fjármunamyndun hafi fyrst og fremst ollið stöðnuninni.