Þýska stjórnvöld hafa endurskoðað hagspá landsins fyrir næsta ár og reiknar nú með hagvöxtur verði 2,9% á þessu ári í stað 3,0%. Búist er við að kreppan í helstu viðskiptalöndum muni draga úr útflutningi þegar á líður og muni hagkerfið af þeim sökum vaxa um aðeins 1% í stað 1,8% árið 2012.

Philipp Rösler, viðskiptaráðherra Þýskalands, vísar því á bug í samtali við fréttastofu Reuters að samdráttarskeið vofi yfir efnahagslífi landsins. Þvert á móti hafi verið búist við því að hagkerfið myndi dragast saman og séu gangur þess á áætlun.

Þjóðverjar hafa um árabil átt mikið undir utanríkisviðskiptum. Hins vegar virðist nú sem þeim hafi fjölgað í röðum þýskra kaupenda sem haldi að sér höndum en áður. Það skilar því að útflutningur eykst um 7,5% á þessu ári en 3,5% á því næsta. Sala á innanlandsmarkaði muni taka við af sölu úr landi.

Óvíst er hvort áætlanir standist í þessu umfangsmesta hagkerfi Evrópusambandsins. Ráðamenn í Þýskalandi búast við að lítillega draga úr atvinnuleysi, það fari úr 7,0% nú í 6,7% á næsta ári.