Breska hagkerfið dróst saman um 0,5% á öðrum ársfjórðungi, samkvæmt upplýsingum bresku hagstofunnar. Þetta er örlítið betri niðurstaða en búist var við en bráðabirgðatölur hljóðuðu upp á allt að 0,7% samdrætti. Breska hagkerfið hefur dregist saman í þrjá ársfjórðunga í röð. Almennt er talað um að kreppa sé skollin á þegar samdráttar hefur gætt í tvo fjórðunga.

Það sem helst skýrir samdráttinn er veikburða verktakageiri en byggingariðnaðurinn varð fyrir miklu höggi þegar kreppan skall á fyrir fjórum árum.

Breska ríkisútvarpið (BBC) hefur eftir Joe Grice, aðalhagfræðingi hjá bresku hagstofunni, að þrátt fyrir betri hagtölur en búist var við þá hafi breskt efnahagslíf verið meira og minna staðnað síðastliðin tvö ár.