Landsframleiðsla dróst saman um 0,1% á evrusvæðinu á þriðja ársfjórðung. Þetta bætist við 0,2% samdrátt á öðrum fjórðungi. Samkvæmt þessu er evrusvæðið komið á ný inn í kreppu en meginreglan er sú að tvo neikvæða þurfi til svo tala megi um kreppu. Þetta er annað skiptið á fjórum árum sem þetta gerist á myntsvæðinu. Niðurstaðan er í takt við meðalspá Bloomberg-fréttaveitunnar.

Eurostat, hagstofa Evrópusambandsins, birti hagtölurnar í dag.

Bloomberg bendir á það í dag að evran hafi lækkað um 1,5% gagnvart Bandaríkjadal það sem af er árs. Það endurspegli lítið traust fjárfesta á það að ráðamenn evruríkjanna takist að halda myntbandalaginu saman.