„Kreppan í Evrópu hefur náð til Noregs,“ sagði Jan F. Qvigstad, aðstoðarseðlabankastjóri, þegar norski seðlabankinn tilkynnti um lækkun stýrivaxta um 0,5 prósentur á miðvikudaginn.

Niðurstöður úr nýrri könnun á væntingum norskra neytenda, sem birtar voru í dag, virðist staðfesta að umælin hafi átt rétt á sér. Væntingarvísitalan norska féll í mínus 3,5 stig nú í desember og er þetta þriðji mánuðirinn í röð sem vísitalan lækkar.

„Fjármálaóróleikinn í Evrópu hefur í auknum mæli áhrif á viðhorf norskra neytenda. Það er einkum tiltrú manna á vinnumarkaðinum og efnhagslífinu almennt sem versnar milli mánaða. Tiltrú eða væntingar manna um eigin fjárhag hefur á hinn bóginn aukist frá síðustu könnun en áætlanir um sparnað hafa ekki breyst,“ segir í tilkynningu Opnion sem stendur að könnuninni.