Sjötíu og fimm ár eru síðan Gallup gerði opinberar niðurstöðu fyrstu könnunar sinnar meðal almennings. Stofnandi Gallup, Dr. Georg Gallup, spurði í fyrstu könnun sinni vorið 1935 hvað bandaríkjamönnum fyndist um ýmis átaksverkefni á vegum stjórnar Franklin D. Roosevelt. Var verkefnunum ætlað að auka atvinnu og lina þjáningar íbúa Bandaríkjanna í kjölfar kreppunnar miklu.

Niðurstöðurnar koma væntanlega flestum á óvart. Aðeins 9% fannst stjórn Roosevelt eyða of litlu í átaksverkefnin meðan 60% aðspurða töldu að stjórnvöld eyddu of miklu í átaksverkefnin. Roosevelt var demókrati en 53% demókrata voru sammála stjórn hans hve miklu var eytt. Hins vegar voru 89% repúblíkana þeirrar skoðunar að stjórnvöld eyddu of miklum peningum í verkefnin.