Gengi hlutabréfa bandaríska álrisans Alcoa, sem m.a. rekur álver Fjarðaráls á Reyðarfirði, lækkaði um 1,28% eftir að matsfyrirtækið Moody's lækkaði lánshæfiseinkunn fyrirtækisins niður í ruslflokk í gær. Bandarískir fjármálasérfræðingar segja matið ekki koma á óvart enda fylgi afkoma Alcoa sveiflum í heimshagkerfinu og eftirspurn eftir hrávöru, í þessu tilviki áli. Í mati Moody's er engu að síður bent á að stjórnendum Alcoa hafi tekist að drega úr kostnaði og bæta framleiðni. Kólnun kínverska hagkerfisins og skukldakreppan í Evrópu hafi hins vegar valdið því að dregið hafi úr eftirspurn eftir áli.

Dow Jones-fréttaveitan hefur eftir stjórnendum Alcoa að þeir hafi orðið fyrir vonbrigðum með mati Moody's.