Kleinuhringjakeðjan Krispy Kreame opnar í Hagkaup Smáralind 5. nóvember næstkomandi. Þetta kemur fram á vef Vísis .

Krispy Kreame Inc. og Hagar hf. hafa skrifað undir samstarfssamning þessa efnis. Fyrirtækið starfrækir nú verslanir í 25 löndum og nú bætist Ísland við, fyrst allra Norðurlanda.

Viðar Brink, rekstrarstjóri Krispy Kreame á Íslandi segir í samtali við Vísi að fyrirtækið komi til með að baka ferska kleinuhringi á hverjum degi fyrir kleinuhringjasólgna Íslendinga.

Krispy Kreame verður einnig í samstarfi við kaffihúsakeðjuna Te & Kaffi - sem að undirbýr nýja kaffiblöndu fyrir keðjuna. Staðurinn á að vera fjölskylduvænn að sögn Viðars.

Haft er eftir Gunnari Inga Sigurðssyni framkvæmdastjóra Hagkaups að Krispy Kreame verði stórskemmtileg viðbót í verslanir þeirra.