Jayson Gonzalez, 21 árs gamall viðskiptafræðinemi frá Champlin í Minnesota komst í hann krappann eftir að hafa gerst svo frakkur að selja Krispy Kreme kleinuhringi í óþökk kleinuhringjarisans.

Gonzalez tók upp á því að aka 430 kílómetra hverja helgi í Krispy Kreme verslun í Clive í Iowa og kaupa 100 kassa af kleinuhringjum, með 12 kleinuhringjum í hverjum kassa. Hann keyrði svo aftur til Minnisota og seldi þá til viðskiptavina á Minneapolis-St. Paul svæðinu. Enginn Krispy Kreme verslun er í Minnesota og hefur ekki verið síðustu 11 árin.

Gonzalez greiddi fullt verð fyrir kleinuhringina og rukkaði viðskiptavini sína á milli 17 og 20 dollara fyrir tylftina.

Eftir að námsmaðurinn ungi greindi frá þessu í blaðaviðtali fékk hann óvænt símtal frá skrifstofu Krispy Kreme í Nebraska þar sem hann var beðinn um að hætta að selja kleinuhringina. Salan gæti bakað Krispy Kreme tjón. Hann sagði aðdáendum sínum á samfélagsmiðlum að hann þyrfti að hætta sölunni.

Markaðsdeild fyrirtækisins virðist í kjölfarið hafa komist í málið. Gonzalez sagði frá því á Facebook síðu, sinni eftir að málið komst í heimsfréttirnir, að Krispy Kreme vilji nú hefja samstarf með Gonzalez og hann muni greina nánar hvað í því fellst á næstunni.