The Timothy Plan var sá trúarlegi verðbréfasjóður sem skilaði mestri ávöxtun í Bandaríkjunum í fyrra.

Fram kemur í breska blaðinu Financial Times að sjóðurinn, sem rekur fjárfestingastefnu í anda „fjölskyldu-, biblíu- og kristilegra gilda“, skilaði ríflega 17% ávöxtun í fyrra og er það mun betri frammistaða en hjá þekktum vogunarsjóðum og öðrum sjóðum sem byggja fjárfestingarstefnu sína á trúarlegum gildum.

Sjóðurinn hefur skilað 18,6% ávöxtun að meðaltali á síðustu fimm árum. Trúarlegum sjóðum hefur fjölgað mikið í Bandaríkjunum undanfarið. Fyrir tíu árum námu eignir þeirra 400 milljónum Bandaríkjadala en í dag er verðmæti þeirra 17 milljarðar dala.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér á vb.is. Þeir sem ekki hafa slíkan aðgang geta sótt um hann hér .