Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur skipað Kristínu Björgu Albertsdóttur sem forstjóra Heilbrigðisstofnunar Austurlands til fimm ára. Kristín tók við starfinu þann 1. júlí síðastliðinn.

Alls voru ellefu umsækjendur um embættið og var Kristín Björg önnur af tveimur umsækjendum sem sérstök hæfnisnefnd talið hæfasta í embættið. Síðastliðið eitt og hálft ár hefur Kristín Björg starfað sem sviðsstjóri fasteignasviðs þjóðkirkjunnar. Um 10 ára skeið starfaði Kristín Björg innan Heilbrigðisstofnunar Austurlands. Kristín Björg er hjúkrunarfræðingur og lögfræðingur að mennt.