Rannsóknarnefnd Alþingis
Rannsóknarnefnd Alþingis
© Haraldur Jónasson (VB MYND/HARI)

„Ég þarf að ferðast mjög mikið í starfi og er ekki með bíl til umráða, þannig að ég þarf ansi oft að taka leigubíl, t.a.m. þegar ég fer út á flugvöll og frá flugvellinum og á milli fundarstaða,“ segir Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu á Akureyri. Hún segir í samtali við Morgunblaðið ekki vera með bílpróf og aldrei komið því í verk að taka það.

Fram kemur í Morgunblaðinu í dag að leigubílakostnaður Jafnréttisstofu í fyrra nam 441 þúsund krónum. Kostnaðurinn er ekki allur bundinn við leigubílaferðir Kristínar en átta vinna á stofunni. Þetta jafngildir því að Jafnréttisstofa hafi varið rúmum 36.700 krónum á mánuði í leigubíla. Kristín segist stundum þurfa að taka 3-4 leigubíla á dag.

Í Morgunblaðinu kemur fram að Kristín spari skattfé með því að safna fundum á einn dag þegar hún fari til Reykjavíkur.