Kristín Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Gaums, segir að beinar skuldir félagsins séu um 6 milljarðar króna. Í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum í kvöld spyr hún hvort sannleikurinn sé sagna verstur og ítrekað hafi verið farið með rangfærslur um skuldastöðu Gaums.

„Hvað varðar ábyrgðarskuldbindingar vegna 1998 ehf., þá hefur Arion banki tekið yfir Haga hf.  Eins og kunnugt er, er söluferli framundan hjá félaginu.  Við söluna mun væntanlega koma í ljós, hvað kemur uppí skuldir 1998 ehf., ekki fyrr," segir í yfirlýsingu sem Kristín sendi frá sér.