Kristín Pétursdóttir, fráfarandi forstjóri Auðar Capital, var með rúmar 19,8 milljónir króna í laun og hlunnindi á síðasta ári. Þetta jafngilda rúmri 1,6 milljón króna að jafnaði í mánaðarlaun. Kristín var með 20 milljón krónum í laun og hlunnindi árið 2011.

Fram kemur í ársreikningi Auðar Capital að heildarlaun hjá fyrirtækinu í fyrra hafi numið 328,8 milljónum króna á síðasta ári. Það er tæplega 10% lækkun á milli ára. Starfsmenn voru að jafnaði um 30 í fyrra. Miðað við það var hver starfsmaður hjá Auði Capital með að meðaltali um 900 þúsund krónum í mánaðarlaun árið 2012.

Auður Capital hagnaðist um 162 milljónir króna í fyrra og var það besta afkoman í sögu félagsins.