*

miðvikudagur, 19. janúar 2022
Fólk 8. júní 2021 08:50

Kristín nýr fjármálastjóri Sýnar

Kristín Friðgeirsdóttir tekur við af Signýju Magnúsdóttir sem snýr aftur til Deloitte.

Ritstjórn
Kristín Friðgeirsdóttir, nýráðin fjármálastjóri Sýnar

Kristín Friðgeirsdóttir hefur verið ráðin sem fjármálastjóri Sýnar. Hún tekur við af Signýju Magnúsdóttur sem snýr aftur til Deloitte og bætist í hluthafahóp endurskoðunarfyrirtækisins. Þetta kemur fram í tilkynningu Sýnar.

Kristín hefur undanfarin ár starfað sem alþjóðlegur ráðgjafi í tekjustýringu, gagnagreiningu og stefnumarkandi ákvarðanatöku. Hún hefur jafnframt kennt MBA og stjórnendanámskeið í London Business School. Kristín hefur setið í stjórnum Kviku banka, Eikar, Controlant, Distica og Völku og var áður varaformaður TM og stjórnarformaður Haga. Kristín er með mastersgráðu í fjármálaverkfærði og doktorsgráðu í rekstrarverkfræði frá Stanford háskóla.

„Ég vil sérstaklega þakka Signýju fyrir hennar ómetanlega starf í að snúa rekstri félagsins til betri vegar.  Nú þegar umsnúningur hefur orðið hverfur hún aftur á fyrri vettvang. Eins vil ég bjóða Kristínu hjartanlega velkomna. Hún kemur á réttum tíma inn í frekari framþróun fyrirtækisins,” segir í tilkynningunni.