Kristín, prinsessa Spánar, hefur formlega verið ákærð fyrir skattsvik og peningaþvætti. Prinsessan, sem er systir nýkrýnds Filips Spánarkonungs, var yfirheyrð af dómara í febrúar um viðskipti eiginmanns síns. Líklegt er að hún horfi nú fram á réttarhöld

Það er hins vegar búið að kæra ákvörðun um ákæru á hendur Kristínu. Skattsvikamálið varð til þess að draga mjög úr vinsældum spænsku konungsfjölskyldunnar og leiddi meðal annars til þess að Jóhann Karl konungur lét krúnuna af hendi.

BBC segir að ef Kristín verði fundin sek um þau brot sem hún er sökuð um gæti hún átt 11 ára fangelsi yfir höfði sér.