Kristín Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Fjárstýringar Kaupþings banka hf., hefur fært sig til innan bankans og hafið störf í Lundúnum. Þar mun hún stýra innleiðingu breska bankans Singer & Friedlander í Kaupþings-samstæðuna (e. Integration Manager). Við framkvæmdastjórastarfi Kristínar tekur Guðni Aðalsteinsson, hagfræðingur. Guðni starfaði áður sem framkvæmdastjóri hjá skuldabréfasviði Credit Suisse í Frankfurt.

Jafnframt starfaði Guðni um árabil sem forstöðumaður og síðar framkvæmdastjóri hjá Lehman Brothers í Lundúnum og Frankfurt. Þá hefur Guðmundur Þ. Guðmundsson, verkfræðingur, verið ráðinn framkvæmdastjóri Fjárstýringar Kaupþings banka á Íslandi. Guðmundur gegndi áður stöðu forstöðumanns afleiðudeildar í Fjárstýringu bankans.