*

sunnudagur, 21. júlí 2019
Innlent 21. mars 2018 09:14

Kristín tekur við af Þorsteini Pálssyni

Fyrrverandi stjórnarformaður Virðingar, Kristín Pétursdóttir, tekur við stjórnarformennsku Kviku banka.

Ritstjórn
Kristín Pétursdóttir tekur við af Þorsteini Pálssyni sem stjórnarformaður Kviku banka á aðalfundi í dag.
Eva Björk Ægisdóttir

Á aðalfundi Kviku banka, sem haldinn er í dag, mun Kristín Pétursdóttir, fyrrverandi stjórnarformaður Virðingar, taka við sem stjórnarformaður bankans að því er Fréttablaðið greinir frá. Tekur hún við formennsku af Þorsteini Pálssyni, sem hefur verið stjórnarformaður bankans og forvera hans um árabil.

Kristín sem áður starfaði meðal annars sem sem forstjóri Mentors var meðal stofnanda Auðar Capital sem síðar sameinaðist Virðingu. Virðing rann síðan inn í Kviku á síðasta ári. Jafnframt mun Guðjón Reynisson fyrrverandi forstjóri bresku leikfangaverslunarkeðjunnar Hamleys koma inn í stjórnina.

Hrönn Sveinsdóttir, Inga Björg Hjaltadóttir og Guðmundur Þórðarson verða áfram kjörin í stjórn en Kristín Guðmundsdóttir og Pétur Guðmundsson munu taka sæti í varastjórn.