Kristín Ögmundsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Íslenska dansflokksins. Hún tók við starfi framkvæmdastjóra 1. apríl s.l. af Sigrúnu Lilju Guðbjartsdóttur sem hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra undanfarin þrjú ár.

Fram kemur í tilkynningu frá dansflokknum að spennandi tímar séu framundan, en flokkurinn fagnar fjörutíu ára afmæli á þessu ári. Dansflokkurinn frumsýndi verðlaunasýninguna Walking Mad eftir Johan Inger síðastliðinn föstudag og á næstunni mun flokkurinn taka þátt í sýningunni Dansar í Eldborg í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands, Hörpu og Listahátíð í Reykjavík.