Kristín Ólafsdóttir hefur hafið störf sem fræðslu- og upplýsingafulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar. Kristín starfaði áður sem sendifulltrúi og síðar verkefnisstjóri hjá Rauða krossinum á Íslandi. Hún tekur við starfinu af Bjarna Gíslasyni sem nú gegnir starfi framkvæmdastjóra Hjálparstarfsins.

Sem sendifulltrúi heimsótti Kristín stríðsfanga og almenning í fangabúðum í Rúanda og Eritreu og hafði þar samskipti við yfirvöld um meðferð og aðbúnað fanga og almennings. Hún starfaði sem fræðslu- og upplýsingafulltrúi Alþjóðaráðs Rauða krossins í Nígeru áður en hún hóf störf á landskrifstofu Rauða krossins á Íslandi þar sem hún starfaði í 8 ár sem verkefnisstjóri sendifulltrúa. Kristín starfaði sem dagskrárgerðarkona á RÚV árið 1998 og sem þýðandi og blaðafulltrúi franska sendiráðsins á Íslandi frá 1993 - 1997. Hún er með BA próf í frönsku og stjórnmálafræði og diplómu í hagnýtri fjölmiðlun.

Kristín tók við keflinu af Bjarna Gíslasyni sem nú gegnir stöðu framkvæmdastjóra Hjálparstarfsins.