Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Viðskiptablaðsins hefur Kristinn Björnsson keypt 10% hlut í Árvakri útgáfufélagi Morgunblaðsins. Hlutabréfin voru keypt af Johnson-fjölskyldunni og var samnefnt eignarhaldsfélag keypt. Þar með hefur Kristinn Björnsson og fjölskylda tryggt sér liðlega 16% hlut í útgáfufélaginu.

Kaupverð hlutabréfanna fékkst ekki staðfest en í síðustu viðskiptum með bréf í Árvakri mun gengið hafa verið 11,20. Nafnverð hlutafjár er liðlega 300 milljónir króna.

Stærsti hluthafinn í Árvakri er Valtýr ehf. sem er í eigu Huldu Valtýsdóttur og fjölskyldu. Þá heldur Haraldur Sveinsson, stjórnarformaður og fjölskylda um liðlega 16% hlut. Kristinn Björnsson, einn aðaleigandi Straums og stjórnarformaður, átti fyrir kaupin 6,3% í gegnum Björn Hallgrímsson ehf. og er því nú með 16,3%. Fyrir nokkrum árum var hlut H-Ben fjölskyldunnar skipt upp í þrjá jafna 6,3%. Aðrir hlutir H Ben eru Erna ehf. (fjölskylda Hallgríms Geirssonar framkvæmdastjóra Árvakurs) og Lynghagi ehf.