Kristinn Hrafnsson rannsóknarblaðamaður og talsmaður WikiLeaks óskar eftir því að Panamagögnin verði birt í heild sinni á netinu. Þetta kemur fram í viðtali hans við Belfasttelegraph í gær.

Kristinn sagðist hafa skilning fyrir því að ekki hafi verið hægt að birta skjölin fyrst um sinn en segir að að endingu beri að gera öll skjölin opinber fyrir almenningi. Ekki sé hægt að skýla sér á bakvið það að eðli gagnanna sé þannig að óábyrgt sé af fjölmiðlana sem hafa haft þau undir höndum að birta þau.

Bendir hann á að það sé í samræmi við starfshætti WikiLeak árið 2010-2011