"Vegna opinberrar umræðu um meint samráð olíufélaganna, hef ég tekið þá ákvörðun að taka ekki þátt í störfum stjórnar Straums Fjárfestingarbanka frá og með deginum í dag í óákveðinn tíma. Um framhald málsins verður tilkynnt síðar. Varamaður minn mun taka sæti mitt í stjórn Straums Fjárfestingarbanka og Magnús Kristinsson, varaformaður stjórnar, mun taka við sem stjórnarformaður bankans," segir í yfirlýsingu frá Kristni Björnssyni stjórnarformanni Straums.

Með þessu vil ég gæta hagsmuna Straums Fjárfestingarbanka, starfsfólks hans og hluthafa og þar með koma í veg fyrir að bankinn blandist í umræðu, sem er bankanum algjörlega óviðkomandi.