*

laugardagur, 19. september 2020
Innlent 31. mars 2011 17:31

Kristinn Már eignast meirihluta í Cintamani

Kristinn Már Gunnarsson hefur aukið hlut sinn í Cintamani, sölu- og dreifingaraðila útivistarfatnaðarins.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Kristinn Már Gunnarsson, kaupsýslumaður í Þýskalandi, hefur fest kaup á meirihlutaeign í Cintamani. Eftir kaupin á Kristinn 60% hlut en hann kom fyrst að félaginu í nóvember síðastliðnum þegar hann eignaðist þriðjungshlut eftir hlutafjárútboð. Aðrir hluthafar eru Skúli Björnsson og Sindri Sindrason, sem halda um 40% hlutafjár.

Kristinn segir ástæðu þess að hann eykur hlut sinn í raun þá að rekstur gangi miklu betur en hann þorði að vona. „Ég hafði hugsað mér að bíða í tvö ár áður en ég myndi kanna möguleika á að auka við hlut minn. En fyrirtækið er hrikalega spennandi. Útflutningur hefur gengið vonum framar og fyrirfram pantanir eru mjög góðar,“ segir Kristinn. Af heildsöluveltu Cintamani nema pantanir frá útlöndum fyrir haustið 2011 um 70%, samanborið við 7% í fyrra.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.